Herbergin Okkar

Öll okkar rúmgóðu herbergi eru með sér salerni og sturtu. Morgunverður og WiFi tenging eru innifalið.

Ertu með tjald, einhverskonar draghýsi eða á húsbíl? Tjaldstæðið okkar er í hjarta Fljótsdalsins, með grillsvæði og leiksvæði. 

 

Og að sjálfsögðu bjóðum við upp á rafmagn.

 

 

Hvort sem þú kýst að njóta þægindanna sem herbergin okkar bjóða upp á eða sitja að spjalli með ferðafélögum þínum við Kamínuna í setustofunni okkar þá leggjum við okkur fram um að gera heimsóknina í dalinn okkar fagra að einstakri upplifun.

Í hjarta náttúrunnar

Fljótsdalsgrund er staðsett aðeins steinsnar frá helstu perlum Austurlands.

 

Hengifoss, þriðji hæðsti foss Íslands

Hallormsstaðaskógur, Stærsti skógur landsins.

Snæfell, (1833m), hæðsta fjall landsins utan jökla, 

Og margir aðrir staðir bíða eftir þér.

Norðurljósin

Í Fljótsdal er afar lítið um ljósmengun þar sem byggð er dreifð. 

það býður upp á frábærar aðstæður til að fylgjast með Norðurljósunum sem dansa svo oft yfir dalnum okkar fagra. 

Og ef þú vilt bestu upplifunina þá eru ótamin öræfin aðeins í um 20 mínútna akstursfjarlægð.

 

Þjóðsagan og allar hinar sögurnar

Fljótsdalur er sögusvið Hrafnkels sögu Freysgoða sem er ein af þekktustu Íslendingasögunum en hann bjó á Lokhillu sem nú heita Hrafnkelsstaðir, þú finnur meira um söguna á upplýsingaskilti við bæinn eða hér..

 

Þar við bæinn sást einnig síðast til Lagarfljótsormsins sem sagður er búa í Lagarfljóti, Vætt sem margir hafa barið augum í gegnum tíðina. Ef til vill getur þú séð hann líka..

is_ISIcelandic